Námskeið hjá starfsmönnum

Næsta mánudag og þriðjudag verða þrír af fimm starfsmönnum stéttarfélaganna á námskeiði. Viðskiptavinir skrifstofunnar eru beðnir um að sína biðlund og skilning gangi þeim illa að ná sambandi við Skrifstofu stéttarfélaganna þessa daga en Orri Freyr og Ágúst verða á vaktinni og munu gera sitt besta til að sinna  viðskiptavinum eins og þeir eru þekktir fyrir.

 Starfsmenn stéttarfélaganna eru á leið á námskeið eftir helgina. Mikið er lagt upp úr hæfu og góðu starfsfólki og er símenntun starfsmanna liður í þeirri viðleitni.

Deila á