Um síðustu helgi fóru bændur úr Suður-Þingeyjarsýslu í heimsókn til bænda í Húnavatnssýslum. Um var að ræða tveggja daga ferð en gist var í Gauksmýri. Rúmlega 20 bændur fóru í ferðina auk þess sem þeir buðu ritstjóra Heimasíðu stéttarfélaganna með í ferðina sem seint verður talinn merkilegur bóndi. Ferðin tókst afar vel og var vel tekið á móti gestunum úr Þingeyjarsýslu. Hér má sjá myndir:
Birgir og Steinunn Ósk voru í rosalegu stuði eins og aðrir í ferðinni.
Daði Lange náði góðu sambandi við börnin í sveitinni er töluvert er um unga bændur í Húnavatssýslum.
Veðrið var frábært og hér eru nokkrir Mývetningar í sólbaði við ströndina við Hvammstanga.
Sigurður bóndi í Skarðaborg og Daði Lange sem stóðu fyrir ferðinni eru hér að færa bændum á Efri- Fitjum sem tóku á móti hópnum á gjöf frá gestunum. Að sjálfsögðu var það ritverkið, Byggðir og bú Suður- Þingeyinga. Alls voru sjö bóndabæir heimsóttir.
Nonni í Árholti skoðar hér glæsilega rétt við Hvammstanga sem sennilega ber nafnið Hamrarétt.
Veitingarnar voru glæsilegar á öllum þeim bæjum sem skoðaðir voru.