Þau Dagný Rós og Atli Berg Kristjánsbörn, Zuzanna Jadwiga Potrykus og Katrín og Birgitta Rúnarsdætur sem búa á Þórshöfn héldu nýlega tombólu til styrktar UNICEF. Þau fengu að vera í Samkaup Strax og söfnuðu hvorki meira né minna en 12.500 krónum! Fulltrúar UNICEF á Íslandi eru þessum dugnaðarforkum og hugsjónafólki hjartanlega þakklát fyrir framtakið. Framtak barnanna er til mikillar fyrirmyndar.
Þessi elskulegu börn söfnuðu kr. 12.500 fyrir UNICEF á Íslandi. Fyrirmyndar börn.