Fulltrúar frá aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands tóku þátt í samlestri á ákvæðum kjarasamnings sambandsins og Samtaka atvinnulífsins sem fram fór í Reykjavík í byrjun vikunnar. Fyrri daginn var farið almennt yfir kjarasamninginn og síðari daginn var þátttakendum skipt upp í nokkra hópa og fjallaði hver hópur um ákveðin kafla í kjarasamningnum. Sem dæmi má nefna að fjallað var sérstaklega um málefni iðnverkafólks í einum hópi og fiskvinnslufólks í öðrum hópi. Þeir sem tóku þátt í samlestrinum voru starfsmenn og forsvarsmenn stéttarfélaga inna Starfsgreinsambandsins sem og trúnaðarmenn. Framsýn tók að sjálfsögðu þátt í fundinum en fjórir fulltrúar fóru á vegum félagsins á fundinn.
Þau tóku þátt í fundinum fyrir Framsýn enda var verið að fjalla m.a. um réttindi og kjör fólks við fiskeldi, fiskvinnslu og kjötvinnslu. Einar Magnús, Helga og Ölver eru trúnaðarmenn á vinnustöðum sem starfa í þessum atvinnugreinum. Þau voru ánægð með samkomuna og sögðust hafa lært mikið af samlestrinum.
Setið yfir kjarasamningnum og túlkunum á einstökum greinum hans. Alls eru 19 stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands sem stóð fyrir fundinum.
Formaður Framsýnar var fenginn til að gera grein fyrir niðurstöðu hóps sem fjallaði um málefni fiskvinnslufólks og starfsfólks við fiskeldi. Aðalsteinn er mikill reynslubolti enda komið að gerð kjarasamninga í tæp 30 ár, þar af hefur hann verið formaður í stéttarfélagi í 20 ár.
Drífa Snædal er alltaf í stuði en hún er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Hún hafði yfirumsjón yfir kjaramálaráðstefnunni. Þess má geta að Drífa verður aðalræðumaður á hátíðarhöldunum á Húsavík 1. maí.