Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri Norðurþings skrifuðu undir yfirlýsingu í dag um samstarf ríkisins við Norðurþing, Hafnarsjóð Norðurþings og þýska iðnfyrirtækið PCC vegna áforma um uppbyggingu kísilvers á Bakka. Þá var jafnframt undirritað samkomulag milli Norðurþings, Hafnarsjóðs Norðurþings og íslenska ríkisins um ýmsar nauðsynlegar aðgerðir svo hægt verði að ráðast í atvinnuuppbyggingu á Bakka.
Á næstunni mun atvinnuvegaráðherra leggja fram tvö frumvörp á Alþingi. Annað frumvarpið gerir ráð fyrir að ráðherra verði veitt heimild til að gera fjárfestingarsamning um byggingu kísilvers á Bakka. Hitt frumvarpið er lagt fram til að afla heimilda fyrir ríkið til að kosta uppbyggingu tiltekinna innviða sem eru nauðsynleg forsenda verkefnisins, einkum vegtengingu milli hafnarinnar og iðnaðarsvæðisins á Bakka og stækkun Húsavíkurhafnar.
Með þessum undirritunum er stigið veigamikið skref í uppbyggingu nýs iðnaðarsvæðis á Norðurlandi.
Steingrímur J. og Bergur Elías skrifa undir samstarfsyfirlýsinguna í dag.
Jafnframt var undirritað samkomulag milli Norðurþings, Hafnarsjóðs Norðurþings og íslenska ríkisins um ýmsar nauðsynlegar aðgerðir svo hægt verði að ráðast í atvinnuuppbyggingu á Bakka.
(Það voru félagar okkar á Vikudegi sem lánuðu okkur þessar myndir, þökk sé þeim ágætu piltum)
(Heimild, vikudagur.is og fréttatilkynning fá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu)