Norðlenska kaupir húsnæði af Vísi hf.

Samkvæmt heimildum Heimasíðu stéttarfélaganna verður í dag gengið frá kaupum Norðlenska á húsnæði sem verið hefur í eigu Vísis hf. á Húsavík. Um er að ræða húsnæði á Hafnarstéttinni þar sem rækjuvinnsla Vísis var áður til húsa.

Með kaupunum er Norðlenska að festa sig enn frekar í sessi á Húsavík en fyrirtækið heldur úti öflugum rekstri og hefur auk þess verið að auka starfsemina á svæðinu. Liður í því eru kaupin á húsnæðinu.

 Þetta húsnæði hefur skipt um eigendur samkvæmt heimildum heimasíðunnar.

Deila á