Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum hafa ákveðið að herða verðlagseftirlit á árinu 2013 í góðu samstarfi við Verðlagseftirlit ASÍ. Sérstakur starfsmaður á skrifstofunni, Linda M. Baldursdóttir, mun sinna eftirlitinu sem verður hluti af hennar starfi.
Ekki þarf að fara sérstaklega yfir mikilvægi þess að allt sé gert til að halda niðri vöruverði neitendum til góða. Þess vegna ekki síst ætla stéttarfélögin að auka þennan þátt í þeirra starfi.
Stéttarfélögin hafa ákveðið að stórauka verðlagseftirlit á svæðinu. Starfsmennirnir eru greinilega klárir í verkefnið sé tekið mið af þessari mynd.