Fiskeldi öflugt á félagssvæðinu

Á félagssvæði Framsýnar er víða rekið öflugt fiskeldi. Það er á Húsavík, Kelduhverfi, Öxarfirði og Reykjahverfi. Fulltrúar Framsýnar komu við í Fiskeldinu í Haukamýri á Húsavík en þar hefur verið mikill umgangur á síðustu árum og þar er auk þess  landslið starfsmanna. Sjá myndir úr vinnustaða heimsókninni.

Fannar Helgi Þorvaldsson bauð fulltrúa Framsýnar velkomna en hann er sá sem öllu stjórnar á staðnum í umboði eigenda.

Davíð er snillingur sem getur flest. Hér er hann að lagfæra tröppur svo menn fari sér ekki að voða.

Jóhann Gunnar og Víðir Guðmunds eru sérfræðingar í að snyrta bleikjuflök.

Gunnar Illugi og Valdimar eru að sjálfsögðu aðalmennirnir í Haukamýri.

Deila á