Já, starfsmenn Framsýnar hafa haldið áfram vinnustaðaheimsóknum um félagssvæðið og eru því farnir að þekkja vegakerfið vel á svæðinu. Heimsóknirnar hafa aldrei verið eins margar og um þessar mundir. Væntanlega hafa lesendur heimasíðunnar tekið eftir því hér á síðunni. Nú koma nokkrar myndir sem teknar voru á vinnustöðum í Reykjadal en þar er afar blómlegt atvinnulíf. Sjá myndir:
Þær eru alltaf hressar konurnar í barnaskólanum á Laugum.
Tómas mokar ekki snjó heldur hausum en hann starfar hjá Samherja á Laugum.
Guðný Gríms er einnig á svæðinu ásamt öðrum góðum starfsmönnum.
Starfsmenn Framhaldsskólans á Laugum eru hér að fá sér smá kaffisopa áður en daglegum störfum er fram haldið.
Menn nota greinilega alla staði til að stunda sitt nám á Laugum.
Allt gert klárt fyrir hádegisverðinn í eldhúsinu í framhaldsskólanum.
Birna hugar að börnunum í leikskólanum á Laugum.