
Gerð kjarasamningsins er liður í því að búa til ramma utan um störf aðstoðarfólks fatlaðs fólks innan NPA verkefnisins. Samið var um kauptaxta, vaktavinnufyrirkomulag, greiðslur á ferðum og fleira. Þá var ákveðið að halda áfram að ræða hvernig farið yrði með fyrirkomulag hugsanlegra sólarhringsvakta og sofandi vakta. Samningurinn nær til aðstoðarfólks fatlaðs fólks um allt land að undanskildu Flóasvæðinu, þ.e. þess starfsfólks sem er í Eflingu, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, en þessi félög undirrituðu kjarasamning fyrir nokkrum mánuðum síðan.
Kjarasamninginn milli SGS og NPA má lesa hér.
Kristbjörg Sigurðardóttir varaformaður Framsýnar tók þátt í viðræðunum við forsvarsmenn NPA miðstöðvarinnar.