Það er nokkuð öflugt atvinnulíf í norðurhluta félagssvæðisins, það er í Kelduhverfi og Öxarfirði. Einn af þessum vinnustöðum er fiskeldisfyrirtækið Silfurstjarnan. Meðfylgjandi myndir eru teknar úr vinnustaðaheimsókn í síðustu viku.
Starfsmenn ganga vel um hráefnið enda fyrirtækið rómað fyrir góða framleiðslu.
Einar Magnús trúnaðarmaður starfsmanna ræðir hér við Olgu sem starfar með honum hjá Silfurstjörnunni og Hannesi sem starfar hjá Flytjanda.
Olga Gísladóttir gerir allt klárt fyrir hádegisverðinn og er greinilega í hollustunni miðað við allt grænmetið sem er á borðinu.
Maðurinn í brúnni, Benedikt Kristjánsson, stjórnar daglegum rekstri.