Nú þegar fyrir liggur samkomulag milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um endurskoðun og framlengingu kjarasamninga hefur Framsýn ákveðið að hefja undirbúning að næstu kjarasamningsgerð þegar í stað. Samninganefnd félagsins hefur verið boðuð saman til fundar næsta fimmtudag en tæplega þrjátíu manns sitja í nefndinni frá flestum stærri vinnustöðum á félagssvæði Framsýnar. Þá er launakönnun jafnframt í farvatninu en til stendur að senda hana út síðar í þessari viku. Um 140 manns verða í útrakinu, það er fólk sem starfar á skrifstofum og í verslunar- og þjónustustörfum á félagsvæðinu. Til greina kemur að gera fleiri launakannanir meðal félagsmanna síðar en það verður metið þegar niðurstöður úr könnuninni sem nær til verslunar- og skrifstofufólks liggja fyrir. Um 2.300 manns eru í Framsýn.
Hér má nálgast samkomulagið sem var undirritað í dag milli SA og ASÍ http://www.sgs.is/Files/Skra_0059605.pdf
Framsýn hefur hafið undirbúning að kröfugerð fyrir komandi kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins.