Þingiðn styrkir bókakaup

Þingiðn hefur orðið við beiðni skólasafns Borgarhólsskóla og fært safninu kr. 50.000,- til kaupa á nýjum bókum fyrir safnið. Mikill áhugi er fyrir bókalestri í flestum bekkjum skólans og því er ekki síst mikilvægt að efla safnið með kaupum á nýjum bókum fyrir áhugasama nemendur skólans.

Það er vertarlegt á Húsavík í dag þrátt fyrir að veðrið sé með besta móti. Þingiðn hefur samþykkt að færa Borgarhólsskóla á Húsavík smá peningagjöf til kaupa á nýjum bókum fyrir nemdur skólans.

Deila á