Veikindi í stoðkerfi helsta vandamálið

Undanfarið hefur töluvert verið fjallað um útgreiðslur og afkomu sjúkrasjóða innan aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. Sem dæmi má nefna, þá greiddi Framsýn félagsmönnum um 15 milljónir í sjúkradagpeninga á síðasta ári. Í heildina voru útgreiðslur úr sjóðnum um 25 milljónir þegar teknir eru inn aðrir styrkir s.s. vegna sjúkraþjálfunar.  Starfsmenn félagsins hafa nú greint hvaða veikindi eru á bak við styrkina og hvort um er að ræða félagsmenn sem starfa eftir almennum kjarasamningum eða samningum ríkis- og sveitarfélaga. Þess ber að geta að veikindaréttur starfsmanna ríkis- og sveitarfélaga er mun betri en á almenna vinnumarkaðinum og því koma viðkomandi starfsmen síður inn á sjúkradagpeninga hjá Framsýn. Rétt er að taka fram að félagsmenn Framsýnar eiga rétt á sjúkradagpeningum eftir að kjarasamningsbundnum greiðslum líkur hjá atvinnurekendum. Skoðum nánar hvernig þetta liggur. Af þeim sem leituðu til sjúkrasjóðsins eftir sjúkradagpeningum voru 6% starfandi eftir kjarasamningum ríkis- og sveitarfélaga og 94% eftir almennum kjarasamningum.

Skipting sjúkradagpeninga eftir flokkum í %:

Fæðingarorlof                                  37%
Stoðkerfisvandamál                       20%
Almenn veikindi og slys                 17%
Aðgerðir                                           15%
Andleg veikindi                               11%

Skýring varðandi fæðingarstyrkinn: Framsýn greiðir þeim foreldrum sem verið hafa félagsmenn í eitt ár fyrir fæðingu barns sérstakan fæðingarstyrk á móti greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði.

Deila á