Framsýn stendur fyrir tveggja daga trúnaðarmannanámskeiði 7 og 8. mars í samstarfi við Félagsmálaskólann. Reiknað er með að námskeiðið fari fram í Mývatnssveit. Eftirfarandi þættir verða teknir fyrir á námskeiðinu: Tryggingar og kjarasamningar, Samningatækni og Vinnuvernd á vinnustöðum. Trúnaðarmenn eru beðnir um að skrá sig á námskeiðið á Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir 31. janúar nk. Þar er einnig hægt að fá frekari upplýsingar.
Þrír öflugir trúnaðarmenn á námskeiði, Sólveig, Guðrún og Sigurveig Arnardóttir.