Um þessar mundir er verið að ganga frá tveggja daga trúnaðarmannanámskeiði fyrir félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Til stendur að námskeiðið verði haldið í Mývatnssveit í lok mars, það er fyrir páska.
Rétt er að taka fram að trúnaðarmenn eiga rétt á því að fara á trúnaðarmannanámskeið samkvæmt kjarasamningum. Námskeiðið verður auglýst betur síðar.
Trúnaðarmennirnir, Páll Helgason og Agnes Einarsdóttir eru hér að vinna verkefni á síðasta námskeiði.