Eftir formannafund Starfsgreinasambandsins á morgun hafa fulltrúar Framsýnar og Verkalýðsfélags Akraness ákveðið að funda og fara yfir viðbrögð félaganna vegna stöðunnar sem upp er komin, nú þegar kjarasamningar eru í uppnámi. Þessi tvö félög ásamt Verkalýðsfélagi Þórshafnar sömdu sér árið 2011, það er þegar síðast var gengið frá almennum kjarasamningum á vinnumarkaði.
Vilhjálmur og Aðalsteinn formenn Framsýnar og Verkalýðsfélags Akraness verða á stífum fundarhöldum á morgun í Reykjavík. Á næstu dögum mun ráðast hvort samningum verður sagt upp eða ekki.