Innan Starfsgreinasambands Íslands eru 19 stéttarfélög, þar af eiga 16 aðildarfélög sambandsins aðild að Fræðslusjóðnum Landsmennt. Sjóðurinn gegnir mikilvægu hlutverki fyrir félagsmenn stéttarfélaganna sem aðild eiga að sjóðnum en hann er að mestu fjármagnaður með framlögum í gegnum kjarasamninga. Á síðasta ári fengu félagsmenn Framsýnar greiddar um 3,5 milljónir í styrki úr Landsmennt og samtals úr öðrum sambærilegum sjóðum kr. 6,8 milljónir. Í ljósi þessarar miklu ásóknar samþykkti stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar á fundi síðasta fimmtudag að greiða sérstakt framlag til Landsmenntar upp á tæpa hálfa milljón til að gera sjóðnum betur kleift að sinna sínu mikilvæga hlutverki í úthlutun styrkja til einstaklinga og fyrirtækja.
Rúmlega 200 félagsmenn Framsýnar fengu fræðslustyrki á síðasta ári sem nema um 6,8 milljónum.