Samið við 66° Norður um félagsjakka

Framsýn hefur gengið frá samkomulagi við 66° Norður um kaup á mjög vönduðum og góðum félagsjökkum. Eftir umsaminn afslátt frá 66° Norður og niðurgreiðslum Framsýnar er verðið til félagsmanna aðeins kr. 12.000,- sem er hreint út sagt einstakt verð fyrir vandaða vöru. Sala á jökkunum hefst í febrúar. Hægt er að skoða jakkana með því að fara inn á eftirfarandi slóðir. Þar eru einnig allar frekari upplýsingar um jakkanna sem eins og fram hefur komið eru mjög vandaðir. 

KK- http://www.66north.is/verslun/p-957-heimaklettur-jakki.aspx

KVK – http://www.66north.is/verslun/p-958-heimaklettur-dmu-jakki.aspx

Starfsmaður Framsýnar, Rafnar Orri, „elskar“ að vera mótel. Hér er hann í nýja félagsjakkanum sem fer í sölu í febrúar. Vandaður jakki á frábæru verði frá 66° Norður. Merki félagsins verður á annarri erminni.

Deila á