Verður þú númer 1000?

Jæja kæru félagsmenn og aðrir vinir, nú göngum við inn í helgina og hlöðum batteríin fyrir næstu viku. Okkur langar að þakka fyrir mjög góðar undirtektir á facebook síðu félagsins en á stuttum tíma eru vinir okkar á samskiptamiðlinum orðnir næstum þúsund talsins sem er frábær árangur og slær öllum öðrum stéttarfélögum við.
Við viljum sýna í verki þakklæti fyrir þessi mögnuðu viðbrögð yfir tilvist okkar á andlitsbókinni líkt og þetta er víst kallað á góðri íslensku og tilkynnum því hér með að sá sem verður vinur Framsýnar númer 1000 fær glaðning í boði stéttarfélagsins. Góða helgi kæru félagsmenn og vinir um land allt og reyndar erlendis líka.

Með því að smella hér fyrir neðan má finna Framsýn á Facebook:
facebook.com/framsyn.stettarfelag

Deila á