Stjórn Þingiðnar mun funda næsta miðvikudag kl. 18:00. Helstu málefni fundarins verða kjara- og atvinnumál. Á næstu dögum mun ráðast hvort samningum verður sagt upp eða ekki. Stjórn Þingiðnar mun fjalla um afstöðu félagsins til uppsagnar kjarasamninga á fundinum. Samiðn- samband iðnfélaga sem Þingiðn á aðild að hefur síðan boðað til fundar í Reykjavík um stöðu mála föstudaginn 18. janúar n.k.