Boðað hefur verið til fundar í stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar næsta fimmtudag kl. 17:00. Aðalumræðuefni fundarins verða kjaramál og hvort félagið eigi að leggja til að þeim verði sagt upp í janúar þar sem samningsforsendurnar hafa ekki staðist. Önnur mál verða einnig tekin til umræðu s.s. atvinnumál, siðareglur félagsins, málefni ungra félagsmanna og Fræðslusjóðsins Landsmenntar sem Framsýn á aðild að.