Verkalýðsfélag Þórshafnar hefur ákveðið að leggja Verkalýðsfélagi Akraness lið í málarekstri félagsins vegna hugsanlegs ólögmætis verðtryggingar með því að styrkja málareksturinn með fjárframlagi. Nokkur önnur stéttarfélög hafa ákveðið að styrkja málareksturinn auk einstaklinga. Í upphafi var það Framsýn sem skoraði á stéttarfélög að standa við bakið á Verkalýðsfélagi Akraness enda kostnaðurinn við málareksturinn nokkrar milljónir. Vonandi sjá fleiri stéttarfélög ástæðu til að leggja þessu mikilvæga máli lið.