Fréttabréfið í prentun

Þessar stundirnar er verið að prenta Fréttabréf stéttarfélaganna og er það væntanlegt úr prentun á morgun.  Þá samdægurs mun hefjast dreifing á því sem verður lokið síðar í þessari viku. Að venju er blaðið efnismikið og fullt af fréttum og fróðleiksmolum fyrir félagsmenn. Þá eru í blaðinu tvö skemmtileg viðtöl við formenn deilda innan Framsýnar, þau Jakob Hjaltalín og Jónu Matt. Þeir sem ekki fá Fréttabréfið í hendur í vikunni geta skoðað það á heimasíðu stéttarfélaganna, framsyn.is.

Deila á