Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum stóðu í dag fyrir árlegu jólakaffi í fundarsal félaganna á Húsavík. Fjöldi fólks eða um 350 manns komu við og þáðu kaffi, konfekt og tertur í boði stéttarfélaganna. Þá var einnig boðið upp á söng og tónlist af bestu gerð. Ekki var annað að heyra en að Þingeyingar væru komnir í jólaskap því flestir gestanna komu brosandi og fóru brosandi. Sjá myndir: