Starfsmenn Framsýnar tóku hús á starfsmönnum Norðlenska í morgun. Sigmundur Hreiðarsson forstöðumaður fyrirtækisins á Húsavík bauð jólasveinana frá Framsýn velkomna og gerði þeim grein fyrir starfseminni sem er á fullum afköstum enda verið að ganga frá tugum tonna af hangikjöti fyrir jólin. Salan hefur gengið vel enda kjötið frá Norðlenska eitt það besta sem er á markaðinum. Sjá myndir:
Tveir góðir: Stefán Sigtryggson og Sigmundur Hreiðarsson fara yfir málin, væntanlega er verið að spjalla um hangikjöt.
Menn syngja ekki, þrjú tonn af sandi!! í Norðlenska, heldur þrjú tonn af hangikjöti!!!!!
Það er mikið starf og krefjandi að úrbeina hangilæri.
Pétur Skarphéðins klikkar ekki, hér er hann að ganga frá kjötinu í söluumbúðir.
Þrátt fyrir mikið annríki gefa starfsmenn sér tíma til að setjast niður til að borða í jólalegu umhverfi.