Þingiðn styrkir Velferðarsjóðinn

Þingiðn- félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum færði Velferðarsjóði Þingeyinga kr. 100.000,- króna styrk til að mæta því öfluga starfi sem sjóðurinn er að sinna á félagssvæði Þingiðnar er varðar velferðar-  og mannúðarmál. Sjóðurinn er að gera góða hluti og starfsemi hans skiptir verulega miklu máli í héraðinu, ekki síst núna fyrir jólin þegar margir eiga erfitt.

Rétt er að skora á sem flesta að leggja sjóðnum lið með fjárstuðningi. Reikningsnúmer sjóðsins er 1110-05-402610, kt.600410-0670.

Þórhildur Sigurðardóttir tók við gjöfinni fh. sjóðsins en hún er fulltrúi Rauða krossins í úthlutunarnefnd Velferðarsjóðs Þingeyinga. Með henni er Jónas Kristjánsson formaður Þingiðnar sem afhendi henni gjöfina í morgun.

Deila á