Það var fallegt og vetrarlegt í Aðaldalnum í dag þegar fulltrúar Framsýnar fóru í heimsókn í Laxárstöðina til að funda með yfirmanni og félagsmönnum Framsýnar. Ekki þarf að taka fram að fegurðin er mikil í Aðaldalnum og notalegt að fara um á degi sem þessum þrátt fyrir 7 stiga frost.