Myndbönd frá Rifósi og Jarðborunum

Eins og greint var frá á dögunum gekk Rafnar Orri til liðs við Framsýn til festa á filmu atvinnulífið í Þingeyjarsýslum og starfsemi Framsýnar. Á næstu vikum verða birt myndbönd frá ýmsum vinnustöðum til að gefa innsýn í fjölbreytt störf félagsmanna nær og fjær. Hér má sjá fyrstu myndböndin frá Rifósi í Kelduhverfi og Jarðborunum á Þeistareykjum. Þá munu fleiri myndbönd birtast á næstu vikum og verða þau jafnframt aðgengileg undir Útgefið efni og Vinnustaðaheimsóknir Framsýnar 2012, nánar tiltekið á neðangreindri vefslóð:
http://www.framsyn.is/utgefid-efni/vinnustaðaheimsoknir-2012/

Deila á