Fær ekki viðbrögð

Einn af þeim sem hefur haft áhuga fyrir því að setja upp nýja starfsemi á Raufarhöfn er Birkir Kristjánsson fiskverkandandi  sem á  síðustu árum hefur rekið öfluga niðursuðuverksmiðju í Grindavík sem hann seldi fyrr á þessu  ári.  

Að eigin sögn hefur hann haft áhuga, ekki síst eftir að fréttir bárust af slæmu atvinnuástandi og fólksfækkun á Raufarhöfn, að leggja sitt að mörkum til að efla byggðina á staðnum. Hann segist hins vegar ekki vera sérstaklega ánægður með viðbrögð bæjaryfirvalda við hans hugmyndum um að setja upp fiskverkun á Raufarhöfn. Hann hafi fengið litla hvatningu til þess sem komi honum á óvart í ljósi stöðunnar í atvinnu- og byggðamálum á norðausturhorninu.

Birkir taldi ástæðu til að hafa samband við forsvarsmenn Framsýnar í dag og gera þeim grein fyrir sínum hugmyndum og viðbrögðum bæjaryfirvalda hér norðan heiða þar sem þær hafi ekki komið fram á íbúafundinum á Raufarhöfn í gær.

Deila á