Daglega koma margir góðir gestir í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna. Erindin eru mörg og mismunandi. Menn koma t.d. til að fá sér kaffi og ræða málin, leita aðstoðar, sækja námskeið, leita eftir upplýsingum um réttindi á vinnumaraði eða hjá stéttarfélögunum sem aðild eiga að skrifstofunni. Sjá myndir:
Ágúst fær sér hér kaffi með Torfa og Kristbjörgu en þau eru bæði í stjórn Framsýnar.
Það fjölgar á skrifstofunni og mörg dægurmál til umræðu.
Þessir menn eru ekki skoðanalausir, Skarphéðinn, Bjarni og Kristinn Lárusson frá Þórshöfn.