Skóbúðin 70 ára

Um þessar mundir eru um 70 ár síðan Skóbúð Húsavíkur hóf starfsemi á Húsavík. Í tilefni af því hefur verið í gangi 20% afmælisafsláttur síðustu daga auk þess sem gestum var boðið upp á kaffi og kökur á afmælisdeginum í dag. Búðin hefur frá upphafi verið í eigu sömu aðila, núverandi verslunareigendur eru Oddfríður Reynisdóttir og Magnús Hreiðarsson.

 Þess má geta að Oddfríður er þriðji ættliðurinn sem rekur Skóbúð Húsavíkur. Fulltrúar Framsýnar komu við í dag og færðu eigendum Skóbúðarinnar blómvönd frá félaginu. Eigendurnir voru ánægðir með tímamótin og móttökurnar í dag. Þess má geta að verslunin er þekkt fyrir góða þjónustu, gott vöruúrval og lægra verð miðað við það sem þekkist hjá verslunum á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða upp á sambærilegar vörur. Til hamingju, Skóbúð Húsavíkur!

Jóna Matt formaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar færði Oddfríði blóm frá Framsýn í dag.

Deila á