Heimasíðan mikið skoðuð

Eins og fjallað hefur verið um hér á þessari ágætu síðu er Heimasíða stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum virkasta síða aðildarfélaga innan ASÍ samkvæmt úttekt Starfsgreinasambands Íslands. Greinilegt er að sífellt fleiri lesendur fara inn á síðuna. Samkvæmt vefmælingum fóru tæplega 2000 manns inn á síðuna í síðustu viku. Þar af voru 45,49% einstaklingar sem ekki höfðu skoðað síðuna  áður. Vinsælasta fréttin var umfjöllun síðunnar um vinnubrögð miðstjórnar ASÍ sem neitar aðildarfélögum sambandsins um fundargerðir miðstjórnar og fór auk þess niðrandi orðum í fundargerð um framgöngu formanns Verkalýðsfélags Akraness á þingi sambandsins sem fram fór í október. Um 800 manns skoðaði umfjöllunina um fréttina.

Deila á