Félagsmenn í STH athugið

Starfsmannafélag Húsavíkur hefur ákveðið að greiða niður leikhúsmiða fyrir virka félagsmenn á sýningar Leikfélags Húsavíkur á leikritinu Ást. Niðurgreiðslan er kr. 1500.- per miða. Forsendan fyrir niðurgreiðslunni er að félagsmenn séu á vinnumarkaði og komi auk þess við á Skrifstofu stéttarfélaganna og fái afsláttarmiða áður en þeir fara í leikhúsið. Framvísa þarf afsláttarmiðanum við kaup á leikhúsmiðanum. Góða skemmtun.

Deila á