Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar skipaði nýlega starfshóp til að gera drög að siðareglum og reglum um ferðakostnað og risnu á vegum félagsins. Starfshópurinn fór yfir málið á vinnufundi í vikunni og mun vinna áfram að málinu með það að markmiði að þær verði endanlega afgreiddar á næsta aðalfundi félagsins.
Það er töluvert verk að taka saman siðareglur fyrir stéttarfélög enda mikilvægt að þær séu skýrar og eftir þeim sé farið í einu og öllu. Aðalsteinn, Ósk, Kristbjörg og Olga hafa undanfarið unnið að því að móta reglur fyrir starfsemi Framsýnar er snýr að siðareglum og reglum um ferða- og risnu kostnað.