Vinnustaðaheimsóknir í gangi

Við sögðum frá því í síðustu viku að fulltrúar Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar hefðu verið á ferðinni og komið við á nokkrum vinnustöðum. Meðal vinnustaða sem heimsóttir hafa verið er Húsasmiðjan á Húsavík.  Heimsóknunum verður fram haldið á næstu dögum.

Starfsmenn Húsasmiðjunnar gáfu sér tíma til að ræða við formann og varaformann Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar þær Jónu Matt og Jónínu Hermanns.

Deila á