Framsýn hefur gengið frá ráðningu á húsverði til að fylgjast með íbúð félagsins í Asparfelli í Reykjavík. Félagið á íbúðina ásamt nýju íbúðunum í Þorrasölum í Kópavogi sem teknar voru í notkun í sumar og eru í stöðugri notkun. Þar er Tómas Guðmundsson húsvörður. Nýi húsvörðurinn í Asparfellinu er Kjartan Tryggvason. Guðmundur Jónasson sem verið hefur húsvörður lét af störfum 1. nóvember. Hann var bæði með Asparfellið og Freyjugötuna sem var seld síðasta vor. Guðmundi og frú eru þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins í gegnum tíðina. Þá er Kjartan boðinn velkominn til starfa.
Nýi húsvörðurinn í Asparfellinu er Kjartan Tryggvason. Þess má geta að Kjartan er bróðir Hauks Tryggvasonar sem nú er látinn og starfaði m.a. í trúnaðarmannaráði Framsýnar.