Formaður og varaformaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar hófu vinnustaðaheimsóknir í morgun með því að heimsækja Lyfju á Húsavík. Áhugi er fyrir því innan deildarinnar að heimsækja nokkra vinnustaði á næstu vikum. Þá er stjórn deildarinnar með það til skoðunar að standa fyrir launakönnun meðal félagsmanna í vetur. Nánar verður fjallað um það síðar.
Setið og spjallað. Jóna formaður, Rannveig og Aðalbjörg.
Anna Torgari blandaði sér að sjálfsögðu inn í umræðurnar. Varaformaður deildarinnar, Jónína Hermannsdóttir tók myndirnar með þessari frétt en hún var með Jónu í för.