Að venju verða stéttarfélögin með opið hús fyrir gesti og gangandi laugardaginn 15. desember. Boðið verður upp á heimsins besta kaffi og meðlæti, tónlist og þá munu jólasveinarnir ekki verða langt undan. Jólaboð stéttarfélaganna er afar vinsælt og árlega koma um 400 manns í boðið. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir.