Eftir umhleypingar í veðrinu s.l. viku og óveður um síðustu helgi, hefur sorphirða farið nokkuð úr skorðum á Húsavík. Í morgun var hafist handa á ný. Þessir kraftmiklu verkamenn Gámaþjónustu Norðurlands mættu á skrifstofu Framsýnar, þar sem þeir biðu Sigurður verkstjóra. Strákanna bíður það verkefni að tæma sorptunnur bæjarins. Aðstæður eru skaplegar, veðrið gott en mikil hálka og ísing er á götum og stéttum.
Þeir vildu koma á framfæri þakklæti til þeirra húseigenda sem hafa mokað frá sorptunnum og sandborið stéttar. Margir standa sig vel í þeim efnum. Við þær aðstæður verða handtökin við sorplosun léttari og minni hætta á slysum og óhöppum.
Á myndinni eru starfsmenn Gámaþjónustu Norðurlands, frá vinstri talið: Sigurjón, Guðmundur, Sigurður, Jón Óskar, Brynjar og Gunnar.