Stefnan tekin á Svíþjóð

Verkalýðssamtök í Svíþjóð sem eru systursamtök Starfsgreinasambands Íslands hafa boðist til að taka á móti fulltrúum Framsýnar á næsta ári. Í skoðun er að fulltrúar úr stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins  fari í apríl 2013 og kosti ferðina sjálfir. Til stendur að kynna sér launakjör og réttindi verkafólks í Svíþjóð, starfsmenntamál, vinnuverndarmál, málefni atvinnulausra og uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar  í Svíþjóð.

Deila á