Við erum að sjálfsögðu hress!

Það var kuldalegur ritstjóri heimasíðunnar sem kom við á Prentstofunni Örk í morgun enda vetrarlegt á Húsavík og því best að halda sig innan dyra. Þar hitti hann fyrir þau Jóhönnu Másdóttir og Heiðar Kristjánsson sem voru að sinna daglegum störfum á Prentstofunni. Þau voru hress að vanda þrátt fyrir kuldatíð og „yfirvofandi“ jarðskjálfta hér norðan heiða.

Jóhanna brosti til ljósmyndarans og hélt áfram að ganga frá reikningum dagsins.

Heiddi er klár fyrir slæmt veður og hugsamlegan jarðskjálfta enda með húfu á höfði.

Deila á