Getum við fengið húfu?

Þrjár ungar stúlkur sem eru nemendur í Framhaldsskólanum  á Húsavík og notendur þjónustunnar sem er í boði í Miðjunni litu við á Skrifstofu stéttarfélaganna á föstudaginn. Tilgangurinn var að heilsa upp á starfsmenn og fá húfu frá Framsýn en félagið auglýsti nýlega húfur til gefins fyrir félagsmenn. Þær heita: Lena Hermannsdóttir, Rut Guðnýjardóttir og Bryndís Benediktsdóttir.

Þær Lena Hermannsdóttir, Rut Guðnýjardóttir og Bryndís Benediktsdóttir eru miklir gleðigjafar. Þær komu við á Skrifstofu stéttarfélaganna og fengu húfur sem þær voru ánægðar með.

Deila á