Kastljós var á ferðinni á Raufarhöfn í vikunni. Grafalvarlegt ástandið á Raufarhöfn var til umfjöllunar á RÚV í gær, sjá umfjöllun hér. Við tækifærið komst þó heimamaðurinn og skáldið Jónas Friðrik Guðnason svo að orði í bundnu máli: „Mögnuð sú og merkileg staðreynd er – margur fær hreinlega sjokk við undur slík – að eftir því sem fækkar hálfvitum hér – hækkar greindarstaðall í Reykjavík!“Umfjöllunin er ítarleg og vel þess virði að horfa og hlusta á hana. Ástandið eflaust um margt líkt með mörgum smærri byggðarlögum landsins. Ástandið kallar á það að stjórnvöld taki meðvitaða ákvörðun um það hvort þau ætli markvisst að leggja niður byggðir landsins eða reyna bregðast við ástandinu í samstarfi og samvinnu við smærri byggðarkjarna landsins og íbúa þeirra.