Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum bjóða félagsmönnum upp á áhugavert námskeið er nefnist AÐ SEMJA UM LAUN. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Gylfi Dalmann Aðalsteinsson kennari við Háskóla Íslands. Um er að ræða 3 klst. námskeið. Ekki er búið að tímasetja námskeiðið en það verður haldið í lok október á Húsavík. Nánari tímasetning mun birtast á heimasíðunni eftir helgina. Námskeið er frítt fyrir félagsmenn stéttarfélaganna. Skráning á námskeiðið er á Skrifstofu stéttarfélaganna. Uppbygging námskeiðsins er eftirfarandi:
Farið verður yfir þá þætti sem skapa virði starfsmanna. Rætt verður um starfsþróun, atvinnuhæfni og starfsþróunaráætlanir. Þátttakendur leggja mat á eigið vinnuframlag, meta styrkleika og veikleika sína og koma auga á þau tækifæri sem eru til staðar. Þátttakendur rýna í eigin menntun, þekkingu, færni, hæfni, reynslu, árangur og frammistöðu í starfi. Farið verður í undirbúning launaviðtalsins og kenndar mismunandi aðferðir í samningatækni sem t.d. nýtast í launa- eða ráðningarviðtali.
Það sem er tekið fyrir á námskeiðinu:
- Atvinnuhæfni – starfsþróun
- Að leggja raunhæft mat á sjálfan sig
- Undirbúningur launaviðtalsins – greining gagna
- Samningatækni
Ávinningur:
- Þekkja styrkleika og veikleika
- Geta gert starfsþróunaráætlanir og eflt atvinnuhæfni sína
- Öðlast sjálfstraust í launaviðtalinu
- Aukið virði sitt sem starfsmenn og þar með árangur í launaviðtalinu
Kennsluaðferðir:
- Verkefni
- Fyrirlestur