Engar ályktanir voru samþykktar um Evrópumál á þingi BSRB. Ályktun sem kom fram á fundinum um að setja varnarlínur í aðildarviðræðunum var felld í þinginu. Stjórn BSRB lagði fram drög að nokkrum ályktunum fyrir þingið, en ekkert var þar að finna um Evrópumál. Á fundinum kom fram tillaga frá þingfulltrúa um að varnarlínur yrðu settar í viðræðunum við ESB. Hún var hins vegar felld. Stefán Stefánsson formaður Starfsmannafélags Húsavíkur er fulltrúi á þinginu. Í næstu viku hefst þing ASÍ, en kröfur komu fram fyrir þingið um að þingið ályktaði um Evrópumál. Miðstjórn ASÍ samþykkti í vikunni að leggja drög að ályktun um Evrópumál fyrir þingið. (Heimild-Morgunblaðið)