Í tilefni af geðverndarvikunni þá hefur VIRK – Starfsendurhæfingarsjóður sett upp á heimasíðu sína skemmtilegan möguleika þar sem fólk getur sent rafræn póstkort til vinnufélaga, vina, fjölskyldu eða einhvers sem það telur að eigi hrós skilið – svokölluð gleðikort – þar sem komið er á framfæri hrósi og jákvæðum umsögnum. Allir geta nýtt sér þessi kort án endurgjalds og ekki bara í geðverndarvikunni heldur allt árið um kring. Sjá nánar hér: http://virk.is/gledikort
Það eykur starfsánægju og almenna vellíðan fólks að byggja upp og stuðla að gleði og jákvæðu andrúmslofti á vinnustöðum sem og í samfélaginu almennt. Hluti af ánægju og vellíðan er að fá hrós og það kostar þann ekkert sem gefur. VIRK vill því hvetja alla til að nýta sér gleðikort VIRK og stuðla á þann hátt að aukinni jákvæðni og vellíðan í samfélaginu.