Skrifstofu stéttarfélaganna hafa borist fyrirspurnir frá sjómönnum á smábátum varðandi gildistökuna á nýja samningnum sem samþykktur var í síðustu viku af sjómönnum og útgerðarmönnum á félagssvæði Framsýnar. Rétt er að taka fram að samningurinn gildir frá 31. ágúst og ber útgerðarmönnum því að gera upp samkvæmt nýja samningnum frá þeim tíma hafi skiptakjörin verið lægri en í nýja samningnum. Hafi skiptakjörin hins vegar verið hærri halda sjómenn þeim kjörum áfram. Nánari upplýsingar er hægt að fá á Skrifstofu stéttarfélaganna.