Samið fyrir smábátasjómenn

Kjarasamningur Framsýnar- stéttarfélags og Landssambands smábátaeigenda sem undirritaður var 31. ágúst 2012 hefur verið samþykktur meðal félagsmanna Framsýnar og útgerðarmanna í Þingeyjarsýslum. Talningu atkvæða lauk í hádeginu í dag. Samningurinn nær yfir þrjá útgerðarstaði, Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn. Alls samþykktu 88% sjómanna innan Framsýnar samninginn. Meðal útgerðarmanna samþykktu 64% samninginn. Kjarasamningurinn skoðast því samþykktur og hefur því tekið gildi. Almenn ánægja er með niðurstöðuna þar sem fram að þessu hefur ekki verið í gildi kjarasamningur milli sjómanna og útgerðaraðila á smábátum. Því er eðlilegt að tala um tímamótasamning.

Deila á