Atkvæðagreiðslu lokið

Í gær lauk atkvæðagreiðslu um kjarasamning Framsýnar og Landssambands smábátaeigenda sem var undirritaður 31. ágúst. Þar sem ekki er heimilt að greina frá niðurstöðum verður það ekki gert í dag. Það verður hins vegar gert þann 5. október nk. en þá hefur Ríkissáttasemjari heimilað  að úrslitin verði birt opinberlega.

Kjörstjórn að störfum, Linda og Þórður ásamt starfsmanni Kjörstórnar, Ágústi Óskarssyni. Á myndina vantar Svölu Björgvinsdóttir sem einnig er í Kjörstjórn.

Deila á